Art EQUAL vettvangurinn er fyrir fagfólk sem starfar með ungum börnum og vill gera list og menningu aðgengilega í daglegu lífi þeirra. Art EQUAL stuðlar að samvinnu og samtali milli starfsfólks menningarstofnana og starfsfólks menntastofnana. Markmið samvinnunnar er að skapa grunn að nýjum hugmyndum og sýn á það hvernig vinna má að listrænum og fagurfræðilegum aðferðum í daglegu starfi með börnum.

Markmið með þessum vettvangi


Að styðja við rétt allra barna til að taka þátt í list- og menningarstarfsemi

Að hvetja og hjálpa þeim sem koma að kennslu ungra barna að samþætta list og menningu í kennsluaðferðum sínum

Að stuðla að námi án aðgreiningar, opnu hugarfari og jákvæðu námsumhverfi í gegnum listræna sköpun.
Að opna nýjan skilning á fagurfræðilegri reynslu og námi í gegnum þverfaglegt samstarf

Innihald vettvangsins

Art EQUAL vettvangurinn býður upp á kveikjur, góð ráð og dæmi fyrir leik- og grunnskólakennara eða allt sem þarf til að hefja samstarf við listamenn og menningarstofnanir.

Innihald vettvangsins

Art EQUAL vettvangurinn býður upp á kveikjur, góð ráð og dæmi fyrir leik- og grunnskólakennara eða allt sem þarf til að hefja samstarf við listamenn og menningarstofnanir.

SAMSTARFS VERKFÆRI

"Hvernig held ég mér við efnið? Verkfærið inniheldur mismunandi útfærslur sem geta stutt við ferlið við að skoða,hugleiða og læra af eigin verkefnum í listatengdri starfsemi. Verkfærið er byggt á hagnýtri reynslu af samstarfi milli starfsgreina og hvernig þau hafa haft áhrif á námsumhverfið. "

ÞJÁLFUNAREFNI

"Þjálfunarefninu er beint til leikskóla og grunnskóla sem vilja fara í samstarf við lista- og menningarstofnanir. Þjálfunarefnið inniheldur röð æfinga og ábendinga sem hjálpa bæði starfsfólki og stjórnendum þeirra að skrá og endurspegla vinnu sína. "

AÐFERÐAFRÆÐA HANDBÓK

"Bæklingur sem lýsir hugmyndum og hugtökum á bak við Art EQUAL verkefnið, þar á meðal; handbær verkfæri sem byggjast á ""Action learning"", eftirliti og matsferli og dæmi um góð verkefni. "

GÓÐ RÁÐ OG HUGMYNDIR

Hvernig á að setja upp samstarf við starfandi listamann eða menningarstofnun? Hvað þarf ég að íhuga fyrirfram og hvernig undirbý ég samstarfsmenn mína fyrir verkefnið ? Hvernig tryggjum við þátttöku barna í ferlunum? ART EQUAL samstarfsaðilarnir deila með sér ábendingum sínum og hugmyndum ....

IMPLEMENTATION STRATEGY

"Hvernig fæ ég sveitarfélagið mitt til að taka þátt í lista- og menningar verkefnum fyrir börn? Hvernig samþættum við list og menningu í daglegu lífi barna? Framkvæmdaráætlunin inniheldur nýjustu stöðu frá Art EQUAL samstarfslöndunum og leiðbeiningar um hvernig á að koma á fót samstarfi og virkja hagsmunaaðila og yfirvöld. "
© 2019 Elderberry Ab