Kulturprinsen er þróunarmiðstöð fyrir menningu barna og ungmenna. Miðstöðin þróar menningarþjónustu, safnar þekkingu og vinnur að nýjum samskiptum í tengslum við börn, ungmenni og menningu. Kulturprinsen vinnur að þvi að list og menning verði hluti af daglegu lífi allra barna.
Örnsköldsviks Kulturskola er listaskóli sem miðar að því að mennta börn og ungmenni í mismunandi listum. Skólinn býður upp á menntun í myndlist, dans, kvikmynd, leiklist og er í samstarfi við innlendar og erlendar stofnanir.
Bergen Kulturskole býður upp á menntun í tónlist, dansi, leikhúsi, kvikmyndum, myndlist og hönnun. Sérstök áhersla Bergen Kulturskole er að samþætta listgreinar í skólum fyrir 7-9 ára börn byggt á samstarfi milli listamanna og kennara. Þetta verkefni er kallað Menningarhringekjan.
Elderberry AB annast þróun námskrár og stefnumótandi kennslu, miðlun, prófanir, ritsjórn og útgáfu innan skóla. Fyrirtækið hefur reynslu af hefðbundnum aðferðum við miðlun fræðsluefnis eins og með eLearning og eCulture. Elderberry hefur einnig mikla reynslu sem samstarfsaðili og af verkefnastýringu verkefna ESB.