Samantekt verkefnisins
Art EQUAL...

Art EQUAL er stefnumótandi samstarf sem styrkt er af Erasmus Plus verkefninu sem byggir á sameiginlegri þörf fyrir viðurkenndar aðferðir til að samþætta list og menningu í fræðslu og umönnun yngri barna. Í æfingum og kenningum má finna góð dæmi um hvernig listræn og menningarleg starfsemi hefur stuðlað að aukinni getu barna til að læra, þróa persónuleg viðhorf og gildi og takast þannig að byggja upp tengsl við heiminn í kringum þau.

Þar af leiðandi berum við ábyrgð á að list og menning séu hluti af daglegu lífi allra barna.


Art EQUAL samstarfsaðilarnir hafa rannsakað í sínum löndum forgangsröðun menntunar þegar kemur að samþættingu listar og menningar í fræðslu og umönnun barna. Þrátt fyrir að ljóst sé að öll börn ættu að hafa aðgang að slíkri starfsemi, þá er ennþá skortur á góðri þjónustu og upplýsingum..

Samstarfsverkefni við listamenn og menningastofnanir

Reynsla sýnir fram á ríkan ávinning þess að byggja upp samstarf milli uppeldisstofnana og lista- og menningastofnana. Slíkt samstarf opnar nýjan skilning á því hvernig er að vinna með list og menningu sem hluta af kennsluaðferðum. Það gefur þeim sem annast og fræða börn tækifæri til að skrá, skoða og endurspegla æfingar þeirra frá nýjum sjónarhornum. Þau læra hvernig á að gera tilraunir og kynnast listrænum greinum og listrænum efnum. Þau finna nýjar leiðir til að miðla menningu og nota þannig menningarlega reynslu sína í daglegu starfi.

HJÁLPAREFNI

"Þessi grunnur byggir á sameiginlegri og hagnýtri reynslu Art EQUAL og á rannsóknum á upplifun barna á menningu og list. Þarna getur annað fagfólk sem starfar á þessu sviði og hafa áhuga á að kanna hvernig samstarf við fagfólk og menningarstofnanir geta komið nýjum víddum inn í kennsluaðferðirnar. "

Samstarfsaðilar

Kulturprinsen, DK:

Kulturprinsen er þróunarmiðstöð fyrir menningu barna og ungmenna. Miðstöðin þróar menningarþjónustu, safnar þekkingu og vinnur að nýjum samskiptum í tengslum við börn, ungmenni og menningu. Kulturprinsen vinnur að þvi að list og menning verði hluti af daglegu lífi allra barna.

Reykjavík School of Visual Arts, IS

Örnsköldsviks Kulturskola er listaskóli sem miðar að því að mennta börn og ungmenni í mismunandi listum. Skólinn býður upp á menntun í myndlist, dans, kvikmynd, leiklist og er í samstarfi við innlendar og erlendar stofnanir.

Örnsköldsvik Kulturskola, SE

Örnsköldsviks Kulturskola is a locally based cultural school with the aim of educating children and youth in different artistic expressions. The school provides training and education in visual arts, dance, film, drama and theatre and develops collaboration projects with local, national and international partners.

Tris Krasas, LV

Listamiðstöðin TRĪS KRĀSAS er sjálfseignarstofnun, stofnuð árið 2000. Meginmarkmið miðstöðvarinnar er að efla listmenntun í Lettlandi.

Bergen Kulturskole, NO

Bergen Kulturskole býður upp á menntun í tónlist, dansi, leikhúsi, kvikmyndum, myndlist og hönnun. Sérstök áhersla Bergen Kulturskole er að samþætta listgreinar í skólum fyrir 7-9 ára börn byggt á samstarfi milli listamanna og kennara. Þetta verkefni er kallað Menningarhringekjan.

Elderberry AB, SE

Elderberry AB annast þróun námskrár og stefnumótandi kennslu, miðlun, prófanir, ritsjórn og útgáfu innan skóla. Fyrirtækið hefur reynslu af hefðbundnum aðferðum við miðlun fræðsluefnis eins og með eLearning og eCulture. Elderberry hefur einnig mikla reynslu sem samstarfsaðili og af verkefnastýringu verkefna ESB.

© 2019 Elderberry Ab